laugardagur, mars 19

stórir strákar fá raflost.....

Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi…

í gær hvarf ég aftur til ársins 1996....
tími körfuboltaleikja.....skólaskots....áhyggjulaus lífs heima hjá mömmu.....sleepovers og plat fyllería…stelast út um miðja nótt…djamma með eldri strákum…fyrsti sleikurinn…bestu vinkonur í heimi sem voru það eina sem skipti máli….fermingin…fyrsta ástarsorgin…xtra…flauel…da luniz..prodigy….smashing pumpkins..að ógleymdum sólstrandargæjunum...those were the days my friend...

ég fór í mat til pabba míns í gær, nánar tiltekið á Vernd. mér fannst þetta svoldið skrýtin tilhugsun og var pínu hikandi en þegar pabbi sagði að lasagne væri í matinn þá sló ég til. Vernd er venjulegt hús í venjulegu íbúðahverfi sem sker sig allt annað en útúr og gæti alveg eins verið heimi Zöega fjölskyldunnar....nema hvað....þarna inni eru menn að afplána 1/3 af dóminum sínum á leið út i þjóðfélagið eftir að hafa tekið út sína refsingu. Á Vernd verða allir að vera inni milli 18 og 19 og þ.a.l í mat og svo allir komnir inn kl 23; klikkar á þessu og þá er það bara Hraunið það sem eftir er af afplánunni, enginn elsku pabbi þar... (minnir mig svoldið á heimili foreldra minna einmitt í 8.bekk...). Við sátum 12 við stórt og mikið borð og enginn kynnti sig þó að ég hafi kynnt mig, kannski er ekki vinsælt að kíkja bara í heimsókn. Það var ein kona og svo bara strákar og menn, flest allir fyrir fíkniefni. Umræðurnar við borðið snérust um fyrri tíma og eins líters kók í gleri og kókómjólk í jógúrtfernum....mig langaði helst að stinga upp á sannleikanum og kontor og spyrja hvað hver væri inni fyrir.....en nei, allt voðalega civil og án dramatíkur....
pabbi er með næstum allar sjónvarpsstöðvarnar í 15 fermetra herberginu sínu og fær 2 máltíðir á dag; 45 þús kall....og svoleiðis verður það framm í maí...

sem er ekki slæmt fyrir mig þvi að ég er að vinna í því að koma mér upp heimsendingarþjónustu á mat frá SOHO þegar pabbi kemur í bæinn um 18...í gær fékk ég súpu, svakalega fínt.

já aftur að 8.bekk....það að vera komin á körfuboltaleik í keflavík getur bara ekki gert annað en að rifja upp fyrri tíma þegar heimurinn minn snérist í kringum körfuboltann og strákana sem voru að spila hann. ég var nú líka að spila en ég held að ég hafi verið svona sæta stelpan í flottu skónum frekar en að hafa verið að gera e-ar gloríur á vellinum....hvað um það, körfuboltinn var allt sem þurfti! þú varst bara ekki maður með mönnum eða pæja meðal skvísa nema þú mættir á ALLA leiki og vissir alltaf allt sem væri að gerast....séð og heyrt árshátíð keflavíkur míns tíma... nema núna er ég 22 ára og fékk að sitja courtside á vellinum, mamma ofurstuðningsmaður er að sjálfsögðu með sæti þar....en ekki hvað?....
ég var búin að gleyma hversu gaman það er á leikjum, ég alveg missti mig nokkrum sinnum og breyttist í mini-írisi en vá hvað var gaman....enginn sætur en svakalega gaman.

ég er opinberlega nísk og fátæk og að spara. ég vaxaði fæturnar mínar sjálf í gær og stefni á að reyna við bikiníið í kvöld.......þetta reyndar var ekkert svo hræðilegt...þetta verður maður að gera næsta haust þegar námslánin kikka inn og ég fæ bara 29 þús því ég er komin með svo mikla skerðingu......neyðin kennir naktri loðinni konu að vaxa...

ég er búin að sækja um á görðunum næsta haust, einstaklingsíbúð, móður minni til mikillar ánægju...nú tekur bara við biðlisti frá helvíti, spennandi það...sigga og 36 fermetrarnir.

mystery man fór í fýlu útí mig því að ég veit hver hann er....múhahahaha

tilviljun eða...?! á þriðjudaginn barst mér símtal frá sjóvá-almennar að bjóða mér að líftryggja mig og með fylgdi svaka salespitch...ég sagðist vera tilbúin að kanna það mál nánar en að öll samskipti skildu fara framm í gegnum tölvupóst, ég er mjög upptekin ung kona...
hvað um það, ég fékk pakka um hele klabbet í pósti....EN um kvöldið ákvað pabbi að bjóða mér í bíó á óskarsverðlauna myndina Million dollar baby....sem ég áleit að væri bara hið besta mál, ég myndi koma útaf henni full sjálfstraust um að geta sigrað heiminn og þar með Háskóla Íslands.... NEI, það var ekki það sem gerðist.
þetta byrjaði allt voða vel og fallega og ég fann sjálfstraustuð vera að byggjast upp með hverju höggi sem dundi á beyglunum sem hún keppti við EN svo......svo bara.....hrundi allt...
ég vil ekki segja frá allri myndinni en mér hætti að líða eins og ég gæti klárað BA í sálfræði og fór eiginlega bara líða eins og….ég ætti að kaupa mér líftryggingu!! Dadara!

Ég frk.græt-ekki-í-bíó, grét seinustu 25 mínotur myndarinnar og það með ekka, there was just no stopping it….

Góð mynd samt…pottþétt auglýsing fyrir VÍS eða í mínu tilfelli, sjóvá almennar…hey ætli stál og hnífur smáskífan fylgi með hverri keyptri líftryggingu…? stelpan þarf að skoða það mál…

Athyglir lesendur muna kannski eftir því að ég hét þvi að berjast fyrir perks hjá ogvodafone þar sem ég er svo góður viðskiptavinur….já hemmi minn, það skal enginn heilvita maður segja mér að það borgi sig ekki að hafa munnin fyrir neðan nefið og kunna svo að nota hann, óspart!

Stelpan græddi 45oo kr inneign á nýja símakortið sitt og ókeypis hringingar í einn vin….geri aðrir betur! Allt bara byggt á my powers of persuasion……

Þjóðarbókhlaða og aftur þjóðarbókhlaðan….my house, my home, my work…sem verður lokuð alla páskana, svoldið spes en skiljanlegt en samt spes.

Solla mín verður 21 árs á laugardaginn um munum við fagna því þar sem ég er með smá plot í gangi en best að láta ekki of mikið uppi að svo stöddu…. ;)

fór á the Ring2...scary en ekkert til að missa svefn yfir...

ég er ekki sú hressasta...er e-ð slöpp og farin að sofa


Me gushla

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er nú ekki í fýlu og veit ekki alveg hvar þú fékst það.. kannski þú segir mér það með kveðju

Mystery Man

p.s. ákvað að nota áfram nafnið það sem þú póstaðir ekki hver ég er.